Óðal - ef þú vilt fara alla leið

filler5

Nýjustu húsin frá Gluggagerðinni eru kölluð Óðal. Húsin eru hönnuð í samvinnu við Rut Káradóttur innanhússarkitekt og eru sérlega vönduð í alla staði.

Óðal er timburhús með tveimur bíslögum og lofti að hluta. Húsið er 107 fm að gólffleti og er neðri hæðin um 83 fm en sú efri um 24 fm. Óðal er með bandsagaða vatnsklæðingu á veggjum og þaki, klæðningin er tvímáluð með svartri olíumálningu, gluggar eru hvítir og útidyrahurð er dimmrauðar. Í meginrými hússins er baðherbergi, eldhús og stofa en í bíslögunum eru svefnherbergi hjóna og forstofa. Á lofti er annars vegar svefnherbergi með rými fyrir tvö rúm og hins vegar opið rými fyrir setu-/sjónvarpsstofu.

Hönnun Óðals byggir í grunninn á húsinu Sprota, sem Gluggagerðin hefur þróað og framleitt í fjölda ára. Hægt er að fá húsin afhent á mismunandi byggingarstigum.

Hafðu samband til fá nánari upplýsingar. Hafa samband

slide4

Gluggagerðin | Smiðjuvegi 12 - rauð gata | 200 Kópavogi  | sími: 566 6630           fb